Kærleikurinn

Grunnurinn í starfi Jógahjartans er kærleikurinn, til okkar sjálfra og annarra. Jóga og hugleiðsla eflir allt það góða sem í okkur býr og við viljum leggja okkar af mörkum til að kærleikur og góðvild eflist innra með börnunum okkar í skólakerfinu.

 

KENNSLA Í GRUNNSKÓLUM

Jógakennarar á vegum okkar hafa staðið að jógakennslu barna í 5 grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu og 2 skólum á Akureyri síðan 2014.

Við stefnum að því að fjölga samstarfsskólum jafnt og þétt. Hafðu samband við okkur r ef þú hefur áhuga á samstarfi.

 

Kennaranámskeið

Jógahjartað hefur staðið fyrir kennaranámskeiðum í barnajóga í samstarfi við Radiant Child Yoga. Í ágúst 2016 var í fyrsta sinn boðið upp á sérnámskeið fyrir kennslu barna með einstakar gjafir (ADHD og á einhverfurófi). Kennari var Shakta Kaur Khalsa, stofnandi Radiant Child Yoga og Allison Morgan, iðjuþjálfi og barnajógakennari.

 

fræðslufundir

Tvisvar á ári er félagsmönnum boðið að sækja fræðslufundi til að kynna sér starfsemina og fá fróðleik í tengslum við kennslu.