Slökun er kærkomin leið til að hvíla þreytta huga. Margar leiðir eru til slökunar og hægt er að nota rólega tónlist, leidda slökun fyrir líkamshluta, slökun með rólegri öndun eða gefa bara eftir, búa til bolta úr hugsunum og kasta honum út í buskann. Að kenna meðvitaða slökun getur hjálpað börnum að læra að slaka á í hversdagslífinu.

Hér eru nokkrar leiðir til slökunar. Við bætum við í safnið von bráðar. Einnig má senda okkur hugmyndir á jogahjartad@gmail.com.

 
 

 

Slökun með Jógahjartapúða

Leggstu niður og láttu hjartapúðann á hvolf yfir andlit:  yfir augu og enni.

Slakaðu á og gefðu meðvitað eftir í öllum líkamanum. Andaðu hægt og djúpt.

 
 

Litaslökun

Leggist niður, látið lófa snúa upp. Slakið á öllum líkamanum og dragið athygli að öndun. Byrjið að sjá fyrir ykkur 1 lit að eigin vali. Hvaða lit sem er.

Sjáið litinn streyma inn í líkamann á hverjum andardrætti og fylla hvern hluta hans.