Það er aldrei of snemmt að kenna góða öndun því grunn og óregluleg öndun getur skapað ójafnvægi hjá ungum sem öldnum. Regluleg og djúp öndun róar hugann og færir aukið jafnvægi.

Hér er að finna lista yfir öndunaræfingar. Við vinnum jöfnum höndum að því að auka aðgengi að æfingum svo Jógahjartað vaxi og styrkist. Allar hugmyndir vel þegnar í tölvupósti á jogahjartad@gmail.com.

 
 
sun.png

Sólarorku-öndun

Sitjið með krosslagða fætur, bakið beint og augun lokuð. Settu vinstri þumal á vinstri nös svo þú getir ekki andað þar inn og út. Aðrir fingur á vinstri eru beint upp í loftið.

Andaðu inn og út um hægri nös. Búðu þannig til meiri sólarorku í líkamanum : )

Hún hjálpar þér að vera vakandi, með meiri einbeitingu og glaðari.

 
 

Blómaöndun

Ímyndaðu þér að þú lyktir af fallegu blómi.

Andaðu inn um nefið og út um munninn og leyfðu allri spennu að líða úr þér. Staldraðu við og finndu ilm rósanna, liljanna, sólfíflanna eða uppáhaldsblóminu þínu.

Þetta er einföld leið til að tengja börn við andardrátt sinn.