Hér eru nokkrir skemmtilegir leikir með Jógahjartapúða.  Við bætum við fleiri leikjum von bráðar.

 
IMG_0263.jpg

 

Tásuleikur

 

Fyrir 3 - 30 krakka

Sitjið í hring. Einhver byrjar á að halda á Jógahjartapúðanum með tánum og lætur hann svo ganga án snertingar handa til þess sem er við hliðina. Látið hann ganga hringinn án þessa að snerta gólfið! Gangi ykkur vel.

 
 

 

Jafnvægi

Standið í hring. Fyrsta manneskja byrjar á að setja Jógahjartapúðann á höfuðið og gengur að einhverjum öðrum í hringnum án þess að missa púðann af höfðinu.

Allir fá að spreyta sig.

Munið að halda jafnvægi og ekki missa púðann!!

IMG_0253.jpg
 
 

 

Henda hratt á milli

Standið í hring. Einhver byrjar á að halda á Jógahjartapúðanum og kalla nafnið á þeim sem á að grípa og kastar því varlega til viðkomandi, þannig gengur það koll af kolli.

Í næstu umferð bætir fyrsta manneskja við öðrum púða og svo þeim þriðja!

Haldið einbeitingunni og munið að hlæja!

 
 
 

Þakklæti

Sitjið í hring. Einhver tekur Jógahjartapúðann fyrst og heldur á honum upp við miðjan líkamann í hjartahæð. Viðkomandi lokar augunum og segir:  "Ég heiti ...... og ég er þakklát/ur fyrir ........ "

Púðinn gengur svo hringinn.