Hugleiðsla stuðlar að meiri hugarró, betri eftirtekt og gerir okkur tilbúnari til að takast á við amstur dagsins. Hugleiðsla er skemmtileg leið til að taka til í huganum. Hún fækkar ágengum hugsunum, og getur hjálpað börnum að þjálfa einbeitingu, bætt svefn og minnkað streitu og kvíða.

Hér eru nokkrar hugleiðslur. Við bætum við í safnið von bráðar. Einnig má senda okkur hugmyndir á jogahjartad@gmail.com.

 
 
hlytthjarta.jpg
 
 

Hugleiðsla fyrir hlýtt hjarta

Sitjið með krosslagða fætur, bakið beint og leggir lófa á hjartastöð (4. orkustöð líkamans, ofan á bringubeini). Sjá mynd til vinstri.

Hafið augun lokuð og vefjið hlýju utan um hjartastöðina í huganum, finnið hana flæða frá lófunum.

 

Stundaglasið

Gefður þér 1 mín til að fylgjast með líkamanum, 1 mín. til að fylgjast með andardrættinum og 1 mín til að fylgjast með hljóðum.

Komdu þér vel fyrir, sitjandi með krosslagðar fætur eða í stól. Hafðu bakið beint þannig að líffærin fái gott pláss og lungunum og hjartanu líði vel. Byrjaðu síðan á því að loka augunum, leggja hendur á læri og taka eftir lærunum, finna ilinn frá höndunum og snertinguna við lærin. Leyfðu höndunum að vera um stund á lærunum og taka bara eftir.

Færðu hendurnar síðan á upphandleggina, eins og þú sért að faðma þig og taktu vel eftir hitanum frá höndunum þegar þú ert í þessari stöðu, hvernig upphandleggirnir eru og hitann frá höndunum. Haltu höndunum hér í smá stund. Settu síðan aðra hönd á magann og hina á bringuna og finna hvernig kviðurinn rís og hnígur í takt við andardráttinn. Reyndu að fylgjast bara með andardrættinum og hreyfingu líkamanns. Haltu athyglinni við andardráttinn og leyfu þér að finna fyrir honum í líkamanum og fylgjast með allan tímann þegar þú andar að þér og allan tíman þegar þú andar frá þér.

Leggðu hendurnar síðan í kjöltuna þar sem þér finnst þægilegt. Nú ætlar þú að opna eyrun vel og reyna að hlusta vel á hljóðin í kringum þig. Hvaða hljóð berast að utan og hvaða hljóð eru í herberginu. Fylgdust vel með því það koma alltaf ný og ný hljóð meðan sum eru allan tímann. Reyndu að halda athyglinni bara við hljóðin og um leið og þú áttar þig á því að hugurinn er farinn að reika og hugsar um eitthvað annað þá færir þú athyglina aftur á hljóðin. Til að ljúka æfingunni er gott að anda djúpt að sér, anda síðan frá, teygja hendur fyrir ofan höfuð og opna augun.