Hér verður hægt að nálgast ýmsan fróðleik, tónlist og myndefni í tenglsum við jóga, hugleiðslu og slökun. Við látum vita af nýju efni á facebook síðu okkar.

 

Jógaæfingar

Jógaæfingar hjálpa börnum að tengja við líkamann sinn, styrkja hann og liðka ásamt því að æfa jafnvægi og samhæfingu. Þau hafa gaman af að spreyta sig á hinum ýmsu jógastöðum sem líkja oft eftir dýrum, náttúrufyrirbærum eða hlutum. Í jóga er lögð áhersla á að hafa gaman og gefa börnum tækifæri til að hreyfa sig án þess að vera í samkeppni við hvort annað.  

Meira


hugleiðsla

Hugleiðsla stuðlar að meiri hugarró, betri eftirtekt og gerir okkur tilbúnari til að takast á við amstur dagsins. Hugleiðsla er skemmtileg leið til að taka til í huganum. Hún fækkar ágengum hugsunum, og getur hjálpað börnum að þjálfa einbeitingu, bætt svefn og minnkað streitu og kvíða.

Meira


Slökun

Slökun er kærkomin leið til að hvíla þreytta huga. Margar leiðir eru til slökunar og hægt er að nota rólega tónlist, leidda slökun fyrir líkamshluta, slökun með rólegri öndun eða gefa bara eftir, búa til bolta úr hugsunum og kasta honum út í buskann. Að kenna meðvitaða slökun getur hjálpað börnum að læra að slaka á í hversdagslífinu.

Meira


öndun

Það er aldrei of snemmt að kenna góða öndun því grunn og óregluleg öndun getur skapað ójafnvægi hjá ungum sem öldnum. Regluleg og djúp öndun róar hugann og færir aukið jafnvægi.

Meira


LEIKIR


TÓNLIST


ÚTGEFIÐ EFNI

Hér er að finna lista yfir útgefið efni um jóga, hugleiðslu eða slökun fyrir börn. Einnig má senda okkur ábendingar um bækur og efni á jogahjartad@gmail.com.

Meira


RANNSÓKNIR

Hér er að finna fróðleik um rannsóknir á jóga, hugleiðslu eða slökun fyrir börn. Við bætum við í safnið von bráðar. Einnig má senda okkur tengla á nýjar rannsóknir á jogahjartad@gmail.com. Hjálpumst að að vera upplýst.

Meira