Allir skólar landsins eru hvattir til þess að taka þátt í þessum viðburði með okkur. Hægt er að taka þátt með því að leiða börn í stutta hugleiðslu í hverjum skóla fyrir sig, þann 9.febrúar kl 10.00. Þá geta hópar komið saman í kennslustofum eða í samverurými innan skólans til að skapa fallega kyrrðarstund. 

Þeir skólar sem taka þátt geta sent okkur tölvupóst á jogahjartad@gmail.com og við munum senda hverjum skóla þakklætisvott í formi viðurkenningarskjals í kjölfar viðburðarins og taka nafn skólans fram á heimasíðunni okkar. 

 

Nánari upplýsingar um hugleiðsluna er að finna í myndbandinu hér að neðan.