FRIÐRILDI 2017

Þann 9.febrúar næstkomandi kl. 10.00 mun hópur af börnum á grunnskólaaldri hittast í Ráðhúsi Reykjavíkur og hugleiða saman. 

Markmiðið með viðburðinum er fyrst og fremst að vekja athygli á mikilvægi þess að hlúa að friðsæld og vellíðan barna og stuðla þannig að innri og ytri friði í heiminum. Börn sem læra snemma að róa hugann og finna sinn innri frið fá dýrmætt veganesti út í lífið.

Allir skólar landsins eru hvattir til þess að taka þátt í þessum viðburði með okkur. Hægt er að taka þátt með því að leiða börn í stutta hugleiðslu í hverjum skóla fyrir sig, þann 9.febrúar kl 10.00. Þá geta hópar komið saman í kennslustofum eða í samverurými innan skólans til að skapa fallega kyrrðarstund. 

Þeir skólar sem taka þátt geta sent okkur tölvupóst á jogahjartad@gmail.com

og við munum senda hverjum skóla þakklætisvott í formi viðurkenningarskjals í kjölfar viðburðarins og taka nafn skólans fram á heimasíðunni okkar. 

Nánari upplýsingar um hugleiðsluna er að finna í myndbandinu hér að neðan.